Spálíkan 23. mars 2020

Spáin hefur breyst verulega frá því 19. mars þar sem faraldurinn er í veldisvexti og frá þeim tíma hefur fjöldi tilfela allt að því tvöfaldast.

 

Helstu niðurstöður spálíkansins með gögnum til og með 22. mars eru eftirfarandi:

  • Búist er við því að fyrir lok apríl 2020 hafi líklega um 2500 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð tæplega 6000 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Búist er við að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki á fyrstu vikum apríl, og verði sennilega nær 2000 manns, en gæti náð tæplega 4500 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Búist er við að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni um 170 manns þarfnast aðhlynningar í innlögn á sjúkrahúsi, en gæti náð um 400 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður um miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um 90 einstaklingar geti verið inniliggjandi, en svartsýnasta spá er 200 einstaklingar.
  • Búist er við því að um 20 einstaklingar veikist alvarlega, þ.e. þarfnist gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er á bilinu 45 – 50 einstaklingar.
  • Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti verið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 7 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnustu spá gætu það verið 18 manns.

Greiningarvinnan mun halda áfram og spálíkanið verður uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa ber í huga að vegna fámennis geta tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verður þó stöðugra eftir því sem á líður.

Aðferðir og forsendur spálíkans

  • Við notuðum logistískt vaxtarlíkan með Poisson dreifingu á fjölda þegar greindra smita á Íslandi til að gera forspá um miðgildi (líklegustu spá) og 97,5% efri mörk (svartsýnustu spá) um uppsafnaðan fjölda greindra COVID-19 tilfella á Íslandi og virkra greindra tilfella (þar sem gert er ráð fyrir 21 veikindadegi) á næstu vikum.
  • Í samræmi við þekkingu á faraldsfræði smitsjúkdóma, þá gerir spálíkanið ráð fyrir að það hægi á núverandi veldisvexti greindra tilfella þar til að hann stöðvist á einhverjum tímapunkti, þar sem faraldurinn nær hámarki og virkum smitum fækkar þar á eftir.
  • Reikniaðferðin sem notuð er til að meta lögun vaxtarferilins á Íslandi tekur mið af upplýsingum um COVID-19 faraldursferla í öðrum löndum (sjá viðauka) til að áætla mögulega lögun ferlisins á Ísland. Lönd sem eru komin lengra í ferlinum, t.d. Suður-Kórea, vega meira en þau sem styttra eru komin.
  • Þar sem allir smitaðir einstaklingar á Íslandi eru skjólstæðingar íslensks heilbrigðiskerfis, þá byggir spáin á heildarfjölda smitaðra einstaklinga á Íslandi óháð uppruna smita, hvort einstaklingar greinist í sóttkví eða ekki, gegnum skimun Heilsugæslunnar eða ÍE. Hafa skal í huga að smitaðir einstaklingar í sóttkví gætu mögulega bætt minna við veldisvöxtinn en aðrir einstaklingar.
  • Við notuðum fyrirliggjandi aldursdreifingu smita á Íslandi til að áætla skiptingu framtíðartilfella í aldurshópa. Síðan notuðum við upplýsingar frá Ferguson og félögum hjá Imperial College (Tafla 1) um aldurstengd hlutföll spítalainnlagna í forspá okkar um fjölda sjúklinga hérlendis sem gætu lagst inn á spítala og/eða gjörgæslu.
  • Hafa ber í huga að aldursdreifing smitaðara einstaklinga á Íslandi er hagstæð enn sem komið er. Ef fjöldi smita eykst meðal aldraðra einstaklinga mun það hafa veruleg áhrif á spálíkanið í átt að auknu álagi á heilbrigðiskerfið.
  • Allan kóða á finna á eftirfarandi vefsíðu

Niðurstöður

Greind smit

Uppsöfnuð greind smit

Virk greind smit á hverjum degi

Sjúkrahúslegur

Uppsafnaðar sjúkrahúslegur

Virkar sjúkrahúslegur á hverjum degi

Gjörgæsla

Uppsafnaðar gjörgæslulegur

Virkar gjörgæslulegur á hverjum degi

Aldursskipt

Greind smit

Uppsöfnuð

Virk

Sjúkrahúslegur

Uppsafnaðar

Virkar

Gjörgæslulegur

Uppsafnaðar

Virkar

Viðauki

Upplýsingar um gögn í líkanasmíð
Tíðni
Land Fyrsta athugun Fjöldi daga Upphaf
Austria 2020-03-13 10 0.0403122 0.3376846
Bahrain 2020-03-09 14 0.0481363 0.1864521
Belgium 2020-03-14 9 0.0484430 0.2439483
Brunei 2020-03-13 10 0.0576987 0.1915598
Denmark 2020-03-11 12 0.0457390 0.2297347
Estonia 2020-03-14 9 0.0595935 0.2308305
France 2020-03-13 10 0.0441580 0.2220031
Germany 2020-03-15 8 0.0454398 0.2569895
Iceland 2020-03-03 19 0.0501429 1.6753630
Iran 2020-03-06 17 0.0423692 0.2485711
Italy 2020-03-04 19 0.0413212 0.8848544
Liechtenstein 2020-03-12 11 0.0789079 0.9468950
Luxembourg 2020-03-13 9 0.0422264 1.0881410
Malta 2020-03-15 8 0.0408745 0.1657689
Monaco 2020-03-15 8 0.0769941 0.4619649
Netherlands 2020-03-14 9 0.0470254 0.2123748
Norway 2020-03-11 12 0.0514979 0.3580686
Qatar 2020-03-12 10 0.0925119 0.1698406
San Marino 2020-03-02 20 0.2362670 4.4595393
Slovenia 2020-03-13 10 0.0461837 0.1842538
South Korea 2020-02-29 23 0.0572178 0.1736837
Spain 2020-03-12 11 0.0457884 0.5333273
Sweden 2020-03-12 11 0.0460325 0.1739671
Switzerland 2020-03-10 13 0.0435321 0.7073381

Leave a Comment