Spálíkan 25. mars 2020

Samantekt

Spáin hefur breyst frá því 22. mars enda hafa færri smit greinst síðustu daga.
Helstu niðurstöður spálíkansins með gögnum til og með 24. mars eru eftirfarandi:

 

  • Gert er ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1500 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð nær 2300 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns, en gæti náð 1600 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 100 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 160 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður fyrir miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að tæplega 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnasta spá er 80 einstaklingar.
  • Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 13 einstaklingar veikjast alvarlega, þ.e. þurfa innlögn á gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er 23 einstaklingar.
  • Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 5 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnustu spá gætu það verið 11 manns.

Greiningarvinnan mun halda áfram og spálíkanið verður uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa ber í huga að vegna fámennis geta tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verður þó stöðugra eftir því sem á líður.

Aðferðir og forsendur spálíkans

  • Við notuðum logistískt vaxtarlíkan með Poisson dreifingu á fjölda þegar greindra smita á Íslandi til að gera forspá um miðgildi (líklegustu spá) og 97,5% efri mörk (svartsýnustu spá) um uppsafnaðan fjölda greindra COVID-19 tilfella á Íslandi og virkra greindra tilfella (þar sem gert er ráð fyrir 21 veikindadegi) á næstu vikum.
  • Í samræmi við þekkingu á faraldsfræði smitsjúkdóma, þá gerir spálíkanið ráð fyrir að það hægi á núverandi veldisvexti greindra tilfella þar til að hann stöðvist á einhverjum tímapunkti, þar sem faraldurinn nær hámarki og virkum smitum fækkar þar á eftir.
  • Reikniaðferðin sem notuð er til að meta lögun vaxtarferilsins á Íslandi tekur mið af upplýsingum um COVID-19 faraldursferla í öðrum löndum (sjá viðauka) til að áætla mögulega lögun ferlisins á Ísland. Lönd sem eru komin lengra í ferlinum, t.d. Suður-Kórea, vega meira en þau sem styttra eru komin.
  • Þar sem allir smitaðir einstaklingar á Íslandi eru skjólstæðingar íslensks heilbrigðiskerfis, þá byggir spáin á heildarfjölda smitaðra einstaklinga á Íslandi óháð uppruna smita, hvort einstaklingar greinist í sóttkví eða ekki, gegnum skimun Heilsugæslunnar eða ÍE. Hafa skal í huga að smitaðir einstaklingar í sóttkví gætu mögulega bætt minna við veldisvöxtinn en aðrir einstaklingar.
  • Við notuðum fyrirliggjandi aldursdreifingu smita á Íslandi til að áætla skiptingu framtíðartilfella í aldurshópa. Síðan notuðum við upplýsingar frá Ferguson og félögum hjá Imperial College (Tafla 1) um aldurstengd hlutföll spítalainnlagna í forspá okkar um fjölda sjúklinga hérlendis sem gætu lagst inn á spítala og/eða gjörgæslu.
  • Hafa ber í huga að aldursdreifing smitaðra einstaklinga á Íslandi er hagstæð enn sem komið er. Ef fjöldi smita eykst meðal aldraðra einstaklinga mun það hafa veruleg áhrif á spálíkanið í átt að auknu álagi á heilbrigðiskerfið.
  • Allan kóða á finna á eftirfarandi vefsíðu.
  • Tæknilega skýrslu um aðferð við þróun líkans má finna hér.
  • Mælaborð sem heldur utan um þróun COVID-19 á Íslandi og annars staðar má nálgast á vef Háskóla Íslands hér.

Niðurstöður

Greind smit

Uppsöfnuð greind smit

Virk greind smit á hverjum degi

Sjúkrahúslegur

Uppsafnaðar sjúkrahúslegur

Virkar sjúkrahúslegur á hverjum degi

Gjörgæsla

Uppsafnaðar gjörgæslulegur

Virkar gjörgæslulegur á hverjum degi

Aldursskipt

Greind smit

Uppsöfnuð