Grein í Morgunblaðinu 19. ágúst 2020

Grein sem birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst 2020

Tveggja metra regl­an í há­veg­um höfð. Frá vinstri: Unn­ur Valdi­mars­dótt­ir, Thor Asp­e­lund, Jó­hanna Jak­obs­dótt­ir, Brynj­ólf­ur Gauti Jóns­son, Sig­ríður Har­aldsd. Ein­ars­dótt­ir. mbl.is/​Arnþór

Það er erfitt að spá og þá sér­stak­lega um framtíðina, á gár­ung­ur­inn að hafa sagt. Þetta hafa vís­inda­menn við Há­skóla Íslands, Embætti land­lækn­is og Land­spít­al­ans sann­ar­lega fengið að reyna á eig­in skinni síðustu mánuði. Frá því kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn fór af stað hér á landi í byrj­un mars hef­ur níu manna rann­sókn­art­eymi unnið baki brotnu að því að kort­leggja þróun far­ald­urs­ins hér á landi, og raun­ar um heim all­an. Blaðamaður sett­ist niður með fimm þeirra á skrif­stof­um Land­lækn­is á sjöttu hæð á Höfðatorgi.

„Þetta byrj­ar á því að ég fæ tölvu­póst frá Þórólfi, lík­lega 8. eða 9. mars,“ seg­ir Unn­ur Valdi­mars­dótt­ir, pró­fess­or í far­alds­fræði. Hún var þá ný­kom­in heim frá Svíþjóð þar sem hún hef­ur haft ann­an fót­inn, og jafn­vel báða, frá því hún hóf doktors­nám í far­alds­fræði við Karol­inska sjúkra­húsið árið 1999.

Þórólf­ur sá er auðvitað Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, and­lit bar­átt­unn­ar gegn kór­ónu­veirunni. „Þórólf­ur átt­ar sig fljótt á að þessi far­ald­ur er meiri­hátt­ar­mál og hef­ur sam­band við okk­ur til að vera ein­hvers kon­ar vís­inda­leg­ur bak­hjarl þannig að við get­um lagt til okk­ar þekk­ingu og aðferðir til þess að skilja þróun far­ald­urs­ins,“ seg­ir Unn­ur. Mark­miðið í upp­hafi var skýrt: Að geta séð fyr­ir með ein­hverra daga eða vikna fyr­ir­vara ef hætta væri á að heil­brigðis­kerfið myndi ekki ráða við til­tek­inn fjölda.

Unnur A. Valdimarsdóttir prófessor í faraldsfræði – mbl.is/Golli

Líkanið sem not­ast er við er svo­kallað log­istískt vaxt­ar­lík­an, sem hóp­ur­inn út­skýr­ir að sé nokkuð staðlað þegar unnið er með út­breiðslu far­ald­urs. Það geri ráð fyr­ir hröðum vexti í upp­hafi sem beygi síðar af og líði út af. Thor Asp­e­lund er pró­fess­or í líf­töl­fræði við Há­skóla Íslands. „Það var tala nokkuð illa um gögn­in frá Kína en ég held að það sé ósann­gjarnt. Í byrj­un mars birtu þeir töl­ur um vöxt og hnign­un far­ald­urs­ins í 29 af 33 héruðum Kína. Alls staðar var þessi sama hegðun miðað við að það væri tekið á far­aldr­in­um. Þá fór hann upp og niður aft­ur eft­ir þess­um lóg­istíska vexti,“ seg­ir Thor. Því hafi legið bein­ast við að miða við slíkt lík­an.

Þar með er þó ekki ekki sagt að vöxt­ur­inn verði jafn­hraður í öðrum lönd­um eða að það hæg­ist á hon­um á sama hátt held­ur ein­ung­is að lög­un­in á ferl­in­um sé á því formi, út­skýr­ir Jó­hanna Jak­obs­dótt­ir, lektor í líf­töl­fræði við HÍ. Það hversu hraður og lang­vinn­ur vöxt­ur­inn er og hve hratt hann beyg­ir af, stýrist af svo­kölluðum stik­um (e. para­meter) en stóri haus­verk­ur­inn í allri líkana­gerð er að reyna að leggja mat á þessa stika út frá fyr­ir­liggj­andi gögn­um.

Ekki spáð fyr­ir um áhrif inn­gripa fyr­ir fram

„Þar kem­ur Binna-gald­ur­inn inn,“ seg­ir Thor og bend­ir á Brynj­ólf Gauta Jóns­son, doktorsnema í töl­fræði, sem óhætt er að segja að hafi fengið eld­skírn sem fræðimaður í vinnu við líkanið. Brynj­ólf­ur út­skýr­ir að hefðbund­in vinnu­brögð séu að gera eitt lík­an fyr­ir hvert land og reyna að meta fer­il fyr­ir hvert og eitt í sínu horni. Það hafi hins veg­ar ekki verið ákjós­an­legt fyr­ir jafn­fá­mennt ríki og Ísland þar sem til­felli eru til­tölu­lega fá, og þá sér­stak­lega í upp­hafi far­ald­urs.

„Það sem við gerðum er að búa til eitt lík­an fyr­ir um hundrað lönd í heim­in­um og reyna að meta á heimsvísu ein­hverja stika sem við get­um hugsað sem meðal­vöxt í heim­in­um.“ Eft­ir það sé hægt að vinna að því að búa til sér­staka stika fyr­ir Ísland, og raun­ar hvaða land sem er, með því að toga lík­an hvers lands að meðaltal­inu. „Það er oft talað um að over-fitta ekki gögn­in. Við vilj­um að líkanið læri af því sem er búið að ger­ast í land­inu, en það má ekki vera of ná­kvæmt. Þá spá­ir það kannski illa fyr­ir um framtíðina,“ seg­ir Brynj­ólf­ur.

Thor Asp­erund, pró­fess­or í líf­töl­fræði við HÍ, á blaðamanna­fundi al­manna­varna. Ljós­mynd/​Lög­regl­an

En til hvaða gagna er litið, og hvaða áhrif hafa atriði á borð við hert­ar sam­komutak­mark­an­ir, tveggja metra reglu og það að skóla­hald hefj­ist brátt á ný eft­ir sum­ar­frí?

Í raun er bara litið til þess hversu mörg til­felli hafa greinst í hinum ýmsu lönd­um og hvenær þau koma fram, út­skýr­ir Thor. „Það er til dæm­is ekki inn­byggt að 20 manna sam­komu­há­mark muni gera hitt eða þetta held­ur les­um við það bara út úr þró­un­inni.“ Aðgerðir sem gripið er til hafi áhrif á þróun far­ald­urs­ins, þ.e. fjölda nýrra til­fella, og þau áhrif komi fram í næstu spám sem gerðar eru. „Þannig að við erum ekki að spá fyr­ir um inn­grip­in fyr­ir fram.“

Eft­ir því sem far­aldr­in­um vind­ur fram og hald­bær­ari upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir verður auðveld­ara að spá fyr­ir um þró­un­ina og óviss­an minnk­ar. Þannig var í fyrstu spánni, sem birt­ist 19. mars, gert ráð fyr­ir að um 1.000 manns myndu smit­ast af veirunni fyr­ir lok maí­mánaðar, sam­kvæmt miðgild­is­spá, en 2.000 sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá (97,5% spá­bil). Aðeins fjór­um dög­um síðar hafði spá­in verið upp­færð og nú gert ráð fyr­ir um 2.000 smit­um sam­kvæmt miðgild­is­spá en 6.000 sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá. Um miðjan apríl hafði hins veg­ar feng­ist skýr­ari mynd á far­ald­ur­inn og spáð var tæp­lega 1.800 smit­um fyr­ir lok maí­mánaðar, en 2.100 sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá. Heild­ar­fjöld­inn reynd­ist síðar 1.807.

Skóla­opn­un stærsta áhyggju­efnið

Eft­ir nærri þrjá tíðinda­litla mánuði, maí, júní og bróðurpart júlí, skaut veir­an upp koll­in­um að nýju 23. júlí. Skyndi­lega var endi bund­inn á sum­ar­frí rann­sókn­art­eym­is­ins og vinna haf­in við að gefa út nýja spá, sem birt­ist síðasta föstu­dag. Ólíkt eldri spám er þar aðeins horft þrjár vik­ur fram í tím­ann. Gert er ráð fyr­ir að smit­um fækki hægt og bít­andi næstu þrjár vik­ur en að all­an þann tíma megi bú­ast við nýj­um smit­um á degi hverj­um.

Aðspurður seg­ir Thor að helsti lær­dóm­ur­inn sem megi draga af síðustu spá sé sú að nú­ver­andi bylgja sé flat­ari en sú síðasta, en gæti á móti orðið lengri. „Við erum ekki að fara að sjá 80-100 smit á dag eins og við sáum í síðustu bylgju, sem var nátt­úr­lega al­veg skelfi­legt,“ seg­ir Thor. Ekki er laust við að hroll­ur fari um viðstadda þegar þau rifja upp 24. mars þegar 106 smit greind­ust inn­an­lands.

En hvað þyrfti að koma til, til þess að nýja spá­in yrði út úr öllu korti?

„Eitt­hvað í kring­um skóla­opn­an­ir,“ svar­ar Thor að bragði. Ég hef mest­ar áhyggj­ur af því þegar sam­skipt­in í þjóðfé­lag­inu aukast.“ Und­ir það tek­ur Jó­hanna. „Núna tek­ur mód­elið mið af ein­hverj­um meðal­sam­skipt­um. Svo opn­ast skól­arn­ir og krakk­arn­ir fara í íþrótt­ir og allt þetta og fólk fer kannski í lík­ams­rækt­ar­stöðvar. Þá gæti allt einu komið ein­hvers kon­ar vendipunkt­ur sem líkanið okk­ar veit nátt­úr­lega ekk­ert af,“ seg­ir hún. Það sé stærsta óviss­an núna og því nauðsyn­legt að vera á varðbergi fyr­ir því að þróun veirunn­ar geti beygt af ferl­in­um og upp­færa líkanið eft­ir því.

Teym­inu er tíðrætt um „aðra bylgju“ far­ald­urs­ins og verði ein­hverj­um á að kalla hana „seinni bylgju“ leiðrétt­ir hann sig í snatri. Hér er sum­sé gert ráð fyr­ir að bylgj­urn­ar verði fleiri.

En hversu lengi gera vís­inda­menn­irn­ir ráð fyr­ir að þurfa að upp­færa líkanið? Má gera ráð fyr­ir þriðju, fjórðu og fimmtu bylgju?

„Ég hugsa að við verðum bara hér á meðan það er ekki komið bólu­efni,“ seg­ir Sig­ríður Har­aldsd. El­ín­ar­dótt­ir,  sviðsstjóri heil­brigðis­upp­lýs­inga hjá embætti land­lækn­is, og hin taka und­ir. „Ég er al­veg bjart­sýn á bólu­efni sko, og það verði ekki tíu bylgj­ur,“ seg­ir Sig­ríður. „Kannski í mesta lagi fjór­ar,“ seg­ir hún bros­andi. Af hlátri sam­starfs­manna henn­ar að dæma var þetta grín, en blaðamaður er ekki viss. Hann hefði bet­ur spurt.

Nýj­um upp­götv­un­um miðlað í raun­tíma

Eitt af því sem ger­ir bar­átt­una við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn frá­brugðna hefðbundnu vís­inda­starfi er hraðinn. Um all­an heim kepp­ast vís­inda­menn við að rýna í ólík­ar teg­und­ir veirunn­ar, reyna bet­ur að skilja hana og síðast en ekki síst að koma bólu­efni á markað. Asinn kann að vera frá­brugðinn þeirri mynd sem fólk hef­ur af fræðastörf­um al­mennt, þar sem yf­ir­veg­un, vand­virkni og jafn­vel hæga­gang­ur, gætu komið upp í huga fólks.

„Þetta er allt öðru­vísi vinna en við vís­inda­menn erum van­ir,“ seg­ir Unn­ur, og er hún þó far­alds­fræðing­ur. Vís­inda­menn séu van­ari því að glíma við hæg­ari far­aldra, svo sem hjarta­sjúk­dóma, offitu, geðrask­an­ir og þar fram eft­ir göt­un­um. Mörg ár eða jafn­vel ára­tug­ir geti þá liðið frá því vís­inda­grein­ar eru birt­ar þar til niður­stöður þeirra fara að hafa áhrif út fyr­ir fræðasam­fé­lagið. „Núna erum við að miðla upp­lýs­ing­um til ákv­arðana­valda og al­menn­ings nán­ast í raun­tíma.“ Öll eru þau sam­mála um að það sé ólíkt því sem þau eru vön en engu að síður skemmti­legt og ögr­andi.