2020-03-30
Samantekt
Aðferðin við mat forspárlíkansins hefur verið bætt frá 25. mars, en núna gerum við ráð fyrir því að daglegur fjöldi greindra smita fylgi líkindadreifingu sem leyfir raunhæfara mat á óvissu (dreifni) frá degi til dags. Sökum þess hefur svartsýna spáin hækkað.
Spáin um heildarfjölda smita hefur lítið breyst frá því 25. mars, en spár um álag á heilbrigðiskerfið hafa hækkað, þar sem aldursdreifing greindra smita á Íslandi hefur hliðrast. Til að búa undir möguleikann á frekari hliðrun fylgir nú önnur forspá þar sem gert er ráð fyrir að aldursdreifingin verði óhagstæðari.
Helstu niðurstöður spálíkansins með gögnum til og með 29. mars eru eftirfarandi:
- Gert er ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1700 manns á Íslandi vera greind með COVID-19, en talan gæti náð nær 2800 manns skv. svartsýnni spá.
- Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns, en gæti viku seinna náð 1800 manns skv. svartsýnni spá.
- Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni 120 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 200 manns.
- Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður fyrir miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um það bil 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnni spá er 100 einstaklingar.
- Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 25 einstaklingar veikjast alvarlega, þ.e. þurfa innlögn á gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnni spá er 44 einstaklingar.
- Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 10 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnni spá gætu það verið 18 manns.
- Smávægileg hliðrun aldursdreifingar í átt að fleiri greindum smitum meðal einstaklinga yfir sextugt myndi auka álag á heilbrigðisþjónustu talsvert.
Greiningarvinnan mun halda áfram og spálíkanið verður uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa ber í huga að vegna fámennis geta tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verður þó stöðugra eftir því sem á líður.
Aðferðir og forsendur og forsendur spálíkans
- Við notuðum logistískt vaxtarlíkan með neikvæða tvíkostadreifingu á fjölda þegar greindra smita á Íslandi til að gera forspá um miðgildi (líklegri spá) og 97,5% efri mörk (svartsýn spá) um uppsafnaðan fjölda greindra COVID-19 tilfella á Íslandi og virkra greindra tilfella (þar sem gert er ráð fyrir 21 veikindadegi) á næstu vikum.
- Í samræmi við þekkingu á faraldsfræði smitsjúkdóma, þá gerir spálíkanið ráð fyrir að það hægi á núverandi veldisvexti greindra tilfella þar til að hann stöðvist á einhverjum tímapunkti, þar sem faraldurinn nær hámarki og virkum smitum fækkar þar á eftir.
- Reikniaðferðin sem notuð er til að meta lögun vaxtarferilsins á Íslandi tekur mið af upplýsingum um COVID-19 faraldursferla í öðrum löndum (sjá viðauka) til að áætla mögulega lögun ferilsins á Ísland. Lönd sem eru komin lengra í ferlinum, t.d. Suður-Kórea, vega meira en þau sem styttra eru komin.
- Þar sem allir smitaðir einstaklingar á Íslandi eru skjólstæðingar íslensks heilbrigðiskerfis, þá byggir spáin á heildarfjölda smitaðra einstaklinga á Íslandi óháð uppruna smita, hvort einstaklingar greinist í sóttkví eða ekki, gegnum skimun Heilsugæslunnar eða ÍE. Hafa skal í huga að smitaðir einstaklingar í sóttkví gætu mögulega bætt minna við veldisvöxtinn en aðrir einstaklingar.
- Við notuðum fyrirliggjandi aldursdreifingu smita á Íslandi til að áætla skiptingu framtíðartilfella í aldurshópa. Síðan notuðum við upplýsingar frá Ferguson og félögum hjá Imperial College (Tafla 1) um aldurstengd hlutföll spítalainnlagna í forspá okkar um fjölda sjúklinga hérlendis sem gætu lagst inn á spítala og/eða gjörgæslu.
- Hafa ber í huga að aldursdreifing smitaðra einstaklinga á Íslandi er hagstæð enn sem komið er. Ef fjöldi smita eykst meðal aldraðra einstaklinga mun það hafa veruleg áhrif á spálíkanið í átt að auknu álagi á heilbrigðiskerfið.
- Allan kóða á finna á eftirfarandi vefsíðu.
- Tæknilega skýrslu um aðferð við þróun líkans má finna hér.
- Mælaborð sem heldur utan um þróun COVID-19 á Íslandi og annars staðar má nálgast á vef Háskóla Íslands hér.
Niðurstöður
Greind smit
Uppsöfnuð greind smit
Virk greind smit á hverjum degi
Sjúkrahúslegur
Uppsafnaðar sjúkrahúslegur
Virkar sjúkrahúslegur á hverjum degi
Gjörgæsla
Uppsafnaðar gjörgæslulegur
Virkar gjörgæslulegur á hverjum degi
Aldursskipt
Greind smit
Uppsöfnuð
Virk
Sjúkrahúslegur
Uppsafnaðar
Virkar
Gjörgæslulegur
Uppsafnaðar
Virkar
Niðurstöður með annarri aldursdreifingu
Önnur aldursdreifing
Eftirfarandi er hermun á þróun miðað við að smit leggist hlutfallslega meira á eldri aldurshópa en nú gerir.
Sjúkrahúslegur
Uppsafnaðar sjúkrahúslegur
Virkar sjúkrahúslegur á hverjum degi
Gjörgæsla
Uppsafnaðar gjörgæslulegur
Virkar gjörgæslulegur á hverjum degi
Aldursskipt
Greind smit
Uppsöfnuð
Virk
Sjúkrahúslegur
Uppsafnaðar
Virkar
Gjörgæslulegur
Uppsafnaðar
Virkar
Viðauki
Upplýsingar um gögn í líkanasmíð
Tíðni
|
||||
---|---|---|---|---|
Land | Fyrsta athugun | Fjöldi daga | Upphaf | Nú |
Albania | 2020-03-19 | 11 | 0.0204796 | 0.0683810 |
Andorra | 2020-03-14 | 15 | 0.0259262 | 3.9926370 |
Armenia | 2020-03-18 | 12 | 0.0263716 | 0.1433531 |
Australia | 2020-03-19 | 11 | 0.0224178 | 0.1511316 |
Austria | 2020-03-11 | 19 | 0.0203236 | 0.9258409 |
Bahrain | 2020-02-27 | 31 | 0.0201076 | 0.2882087 |
Barbados | 2020-03-21 | 9 | 0.0209041 | 0.0905844 |
Belgium | 2020-03-10 | 20 | 0.0207118 | 0.7915539 |
Bermuda | 2020-03-20 | 10 | 0.0319969 | 0.3519662 |
Bosnia And Herzegovina | 2020-03-22 | 8 | 0.0278703 | 0.0778552 |
Bulgaria | 2020-03-22 | 8 | 0.0232853 | 0.0472849 |
Canada | 2020-03-20 | 10 | 0.0226136 | 0.1439682 |
Cayman Islands | 2020-03-21 | 9 | 0.0461908 | 0.1231755 |
Chile | 2020-03-21 | 9 | 0.0228999 | 0.1007280 |
Costa Rica | 2020-03-21 | 9 | 0.0223870 | 0.0584441 |
Croatia | 2020-03-20 | 10 | 0.0251797 | 0.1590682 |
Cyprus | 2020-03-16 | 14 | 0.0254334 | 0.1517527 |
Czech Republic | 2020-03-15 | 15 | 0.0200202 | 0.2491298 |
Denmark | 2020-03-11 | 19 | 0.0457390 | 0.3813318 |
Ecuador | 2020-03-21 | 9 | 0.0245199 | 0.1056196 |
Estonia | 2020-03-13 | 17 | 0.0203674 | 0.4827828 |
Finland | 2020-03-13 | 16 | 0.0280180 | 0.2201673 |
France | 2020-03-10 | 20 | 0.0216798 | 0.5769255 |
French Polynesia | 2020-03-21 | 9 | 0.0537082 | 0.1217386 |
Germany | 2020-03-13 | 17 | 0.0283655 | 0.6291770 |
Greece | 2020-03-15 | 15 | 0.0217693 | 0.1013037 |
Greenland | 2020-03-20 | 10 | 0.0352908 | 0.1764540 |
Iceland | 2020-03-02 | 28 | 0.0294958 | 3.2032469 |
Iran | 2020-03-04 | 26 | 0.0281738 | 0.4270454 |
Ireland | 2020-03-15 | 15 | 0.0264209 | 0.4946242 |
Isle Of Man | 2020-03-22 | 8 | 0.0236451 | 0.3783221 |
Israel | 2020-03-15 | 15 | 0.0208935 | 0.4247963 |
Italy | 2020-03-02 | 28 | 0.0278943 | 1.5271988 |
Kuwait | 2020-03-14 | 16 | 0.0237694 | 0.0558582 |
Latvia | 2020-03-18 | 12 | 0.0319917 | 0.1599586 |
Lebanon | 2020-03-20 | 10 | 0.0217337 | 0.0600959 |
Liechtenstein | 2020-03-05 | 19 | 0.0263026 | 1.6044609 |
Lithuania | 2020-03-21 | 9 | 0.0250034 | 0.1427729 |
Luxembourg | 2020-03-13 | 16 | 0.0422264 | 2.9737108 |
Malaysia | 2020-03-18 | 12 | 0.0210643 | 0.0726140 |
Maldives | 2020-03-16 | 14 | 0.0244843 | 0.0301345 |
Monaco | 2020-02-29 | 18 | 0.0256647 | 1.1035828 |
Montenegro | 2020-03-20 | 10 | 0.0207011 | 0.1337607 |
Netherlands | 2020-03-11 | 19 | 0.0223429 | 0.5709730 |
North Macedonia | 2020-03-19 | 11 | 0.0201588 | 0.1156730 |
Norway | 2020-03-07 | 23 | 0.0210082 | 0.7148359 |
Panama | 2020-03-18 | 12 | 0.0202523 | 0.2121778 |
Portugal | 2020-03-16 | 14 | 0.0239581 | 0.5055648 |
San Marino | 2020-02-28 | 30 | 0.0295334 | 6.6154755 |
Seychelles | 2020-03-15 | 15 | 0.0204627 | 0.0716193 |
Singapore | 2020-03-06 | 24 | 0.0201573 | 0.1383448 |
Slovakia | 2020-03-20 | 10 | 0.0225398 | 0.0540589 |
Slovenia | 2020-03-12 | 18 | 0.0274216 | 0.3324267 |
South Korea | 2020-02-26 | 33 | 0.0223718 | 0.1870755 |
Spain | 2020-03-10 | 20 | 0.0257613 | 1.5458490 |
Sweden | 2020-03-09 | 21 | 0.0202264 | 0.3434506 |
Switzerland | 2020-03-07 | 23 | 0.0243268 | 1.5308394 |
Trinidad And Tobago | 2020-03-22 | 8 | 0.0351261 | 0.0530476 |
United Kingdom | 2020-03-16 | 14 | 0.0205982 | 0.2530573 |
United States | 2020-03-19 | 11 | 0.0286114 | 0.3788462 |
Uruguay | 2020-03-19 | 11 | 0.0228209 | 0.0878173 |