Vísindamenn frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala hafa unnið að gerð spálíkans um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi að beiðni Sóttvarnalæknis.
Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra halda úti covid.is. Þar er haldið utan um ýmsar upplýsingar varðandi faraldurinn og er síðan uppfærð daglega. Á síðunni má meðal annars finna tölulegar upplýsingar og gildandi takmarkanir.
Í upphafi fyrstu bylgju faraldursins smitaðist töluverður fjöldi einstaklinga erlendis en fyrsta slíka smitið greindist á Íslandi þann 28. febrúar 2020. Fyrsta innanlandssmit fyrstu bylgju greindist svo 4. mars 2020. Fyrsta innanlandssmitið í annari bylgju greindist 23. júlí 2020. Takmörkun samkoma við 100 manns var innleidd á áttunda degi annarrar bylgju en á tólfta degi í fyrstu bylgju, sem er fjögurra daga munur. Þessi skjótu viðbrögð ásamt því að samkomur voru þá þegar takmarkaðar við 500 manns gætu hafa haft áhrif á þróun faraldursins.