Spálíkan fyrir fjölda tilfella og álag á heilbrigðisþjónustu

2020-03-23

Samantekt

Spáin hefur breyst verulega frá því 19. mars þar sem faraldurinn er í veldisvexti og frá þeim tíma hefur fjöldi tilfella allt að því tvöfaldast.

Helstu niðurstöður spálíkansins með gögnum til og með 22. mars eru eftirfarandi:

  • Búist er við því að fyrir lok apríl 2020 hafi líklega um 2500 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð tæplega 6000 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Búist er við að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki á fyrstu vikum apríl, og verði sennilega nær 2000 manns, en gæti náð tæplega 4500 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Búist er við að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni um 170 manns þarfnast aðhlynningar í innlögn á sjúkrahúsi, en gæti náð um 400 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður um miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um 90 einstaklingar geti verið inniliggjandi, en svartsýnasta spá er 200 einstaklingar.
  • Búist er við því að um 20 einstaklingar veikist alvarlega, þ.e. þarfnist gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er á bilinu 45 – 50 einstaklingar.
  • Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti verið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 7 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnustu spá gætu það verið 18 manns.

Greiningarvinnan mun halda áfram og spálíkanið verður uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa ber í huga að vegna fámennis geta tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verður þó stöðugra eftir því sem á líður.

Aðferðir og forsendur spálíkans

  • Við notuðum logistískt vaxtarlíkan með Poisson dreifingu á fjölda þegar greindra smita á Íslandi til að gera forspá um miðgildi (líklegustu spá) og 97,5% efri mörk (svartsýnustu spá) um uppsafnaðan fjölda greindra COVID-19 tilfella á Íslandi og virkra greindra tilfella (þar sem gert er ráð fyrir 21 veikindadegi) á næstu vikum.
  • Í samræmi við þekkingu á faraldsfræði smitsjúkdóma, þá gerir spálíkanið ráð fyrir að það hægi á núverandi veldisvexti greindra tilfella þar til að hann stöðvist á einhverjum tímapunkti, þar sem faraldurinn nær hámarki og virkum smitum fækkar þar á eftir.
  • Reikniaðferðin sem notuð er til að meta lögun vaxtarferilsins á Íslandi tekur mið af upplýsingum um COVID-19 faraldursferla í öðrum löndum (sjá viðauka) til að áætla mögulega lögun ferlisins á Ísland. Lönd sem eru komin lengra í ferlinum, t.d. Suður-Kórea, vega meira en þau sem styttra eru komin.
  • Þar sem allir smitaðir einstaklingar á Íslandi eru skjólstæðingar íslensks heilbrigðiskerfis, þá byggir spáin á heildarfjölda smitaðra einstaklinga á Íslandi óháð uppruna smita, hvort einstaklingar greinist í sóttkví eða ekki, gegnum skimun Heilsugæslunnar eða ÍE. Hafa skal í huga að smitaðir einstaklingar í sóttkví gætu mögulega bætt minna við veldisvöxtinn en aðrir einstaklingar.
  • Við notuðum fyrirliggjandi aldursdreifingu smita á Íslandi til að áætla skiptingu framtíðartilfella í aldurshópa. Síðan notuðum við upplýsingar frá Ferguson og félögum hjá Imperial College (Tafla 1) um aldurstengd hlutföll spítalainnlagna í forspá okkar um fjölda sjúklinga hérlendis sem gætu lagst inn á spítala og/eða gjörgæslu.
  • Hafa ber í huga að aldursdreifing smitaðra einstaklinga á Íslandi er hagstæð enn sem komið er. Ef fjöldi smita eykst meðal aldraðra einstaklinga mun það hafa veruleg áhrif á spálíkanið í átt að auknu álagi á heilbrigðiskerfið.

Niðurstöður

Greind smit

Virk greind smit á hverjum degi

Sjúkrahúslegur

Uppsafnaðar sjúkrahúslegur

Virkar sjúkrahúslegur á hverjum degi

Gjörgæsla

Uppsafnaðar gjörgæslulegur

Virkar gjörgæslulegur á hverjum degi

Aldursskipt

Greind smit

Uppsöfnuð

Virk

Sjúkrahúslegur

Uppsafnaðar

Virkar

Gjörgæslulegur

Uppsafnaðar

Virkar

Viðauki

Upplýsingar um gögn í líkanasmíð

Land Fyrsta athugun Fjöldi daga Upphaf
Austria 2020-03-13 10 0.0403122 0.3376846
Bahrain 2020-03-09 14 0.0481363 0.1864521
Belgium 2020-03-14 9 0.0484430 0.2439483
Brunei 2020-03-13 10 0.0576987 0.1915598
Denmark 2020-03-11 12 0.0457390 0.2297347
Estonia 2020-03-14 9 0.0595935 0.2308305
France 2020-03-13 10 0.0441580 0.2220031
Germany 2020-03-15 8 0.0454398 0.2569895
Iceland 2020-03-03 19 0.0501429 1.6753630
Iran 2020-03-06 17 0.0423692 0.2485711
Italy 2020-03-04 19 0.0413212 0.8848544
Liechtenstein 2020-03-12 11 0.0789079 0.9468950
Luxembourg 2020-03-13 9 0.0422264 1.0881410
Malta 2020-03-15 8 0.0408745 0.1657689
Monaco 2020-03-15 8 0.0769941 0.4619649
Netherlands 2020-03-14 9 0.0470254 0.2123748
Norway 2020-03-11 12 0.0514979 0.3580686
Qatar 2020-03-12 10 0.0925119 0.1698406
San Marino 2020-03-02 20 0.2362670 4.4595393
Slovenia 2020-03-13 10 0.0461837 0.1842538
South Korea 2020-02-29 23 0.0572178 0.1736837
Spain 2020-03-12 11 0.0457884 0.5333273
Sweden 2020-03-12 11 0.0460325 0.1739671
Switzerland 2020-03-10 13 0.0435321 0.7073381

2020-3-19

Samantekt:

  • Sóttvarnarlæknir kallaði saman vísindamenn frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis, og Landspítala til að gera spálíkan um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi sem gæti nýst við ákvarðanatöku um viðbrögð og skipulag heilbrigðisþjónustu.
  • Hópurinn kynnti fyrstu niðurstöður úr lógistísku spálíkani á upplýsingafundi með Almannavörnum 18/3 2020
  • Helstu niðurstöður spálíkansins eru eftirfarandi:
  • Búist er við því að fyrir lok maí 2020 hafi líklega um 1000 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð rúmlega 2000 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Búist er við að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki á fyrstu vikum apríl, og verði sennilega um 600 manns, en gæti náð 1200 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Búist er við að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni um 60 manns þarfnast aðhlynningar í innlögn á sjúkrahúsi, en gæti náð rúmlega 200 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður um eða eftir miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um 40 einstaklingar geti verið inniliggjandi, en svartsýnasta spá er 120 einstaklingar.
  • Búist er við því að um 11 einstaklingar veikist alvarlega, þ.e. þarfnist gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er 50 einstaklingar.
  • Greiningarvinnan mun halda áfram og spálíkanið verður uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa ber í huga að vegna fámennis geta tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verður þó stöðugra eftir því sem á líður.

Aðferð

Forspá uppsafnaðra tilfella

Virk smit

Gerum ráð fyrir því að einstaklingur sem smitast verði frískur þremur vikun seinna. Athugum svo hvernig sú forsenda passar við gögn um virk smit í Hubei.

Hermun

Gagnataflan að neðan er sett saman með

% Tilfella: aldursdreifing smita skv covid.is. Bæti við einu tilfelli í alla aldurshópa til að leyfa smit í 80+ og jafna aðeins út drefinguna.

% Spítali og % Alvarlegttable 1 héðan

Íslenskar upplýsingar Úr rannsóknum
Aldur Tilfelli á Íslandi % Tilfella % Spítali % Alvarlegt
[0 – 9] 3 0.88% 0.10% 5%
[10 – 19] 21 6.19% 0.30% 5%
[20 – 29] 46 13.57% 1.20% 5%
[30 – 39] 56 16.52% 3.20% 5%
[40 – 49] 85 25.07% 4.90% 6%
[50 – 59] 71 20.94% 10.20% 12%
[60 – 69] 48 14.16% 16.60% 27%
[70 – 79] 8 2.36% 24.30% 43%
80+ 1 0.29% 27.30% 71%
Note:
Einu tilviki bætt við alla aldurshópa til að jafna aðeins út dreifingu og leyfa smit í 80+

Skref í hermun

  1. Met logistic growth líkan og fæ forspá úr því, mean og 97.5% predictive upper limit
  2. Nota fyrirliggjandi aldursdreifingu smita og forspár til að herma framtíðartilfelli með multinomial (bætti einu tilviki við alla aldurshópa til að fá ekki 0 í 80+)
  3. Nota table 1 héðan til að herma sjúkahúslegur út frá skiptingu tilfella
  4. Nota sömu töflu til að spá fyrir um bráð tilfelli meðal ofangreinda sjúkrahúsinnlagna
  5. Sæki miðgildi og valið quantile úr öllum ofangreindum hermunum og skila í gagnatöflu.

Skipta í aldurshópa

Herma fjölda innlagna

Aldur Smit
[0 – 9] 4
[10 – 19] 40
[20 – 29] 66
[30 – 39] 96
[40 – 49] 155
[50 – 59] 138
[60 – 69] 86
[70 – 79] 13
80+ 2

Forsendur

  • Smitaður einstaklingur er ekki lengur smitaður eftir 3 vikur
  • Einstaklingur á sjúkrahúsi útskrifast eftir 2 vikur
  • Einstaklingur á gjörgæslu fer þaðan eftir 10 daga
  • Aldursdreifing smitaðra á Íslandi helst sú sama
  • Aldursskipt tíðni sjúkrahúsinnlagna og gjörgæslulega verður svipuð hérs og í Hubei

Kóði

Allan kóða á finna á eftirfarandi vefsíðu.

Niðurstöður

Niðurstöður

Virkt

Greind smit

Samtals

Aldursskipt

Sjúkrahúslegur

Samtals

Aldursskipt

Alvarleg tilfelli á sjúkrahúsi

Samtals

Aldursskipt

Uppsafnað

Greind smit

Samtals

Aldursskipt

Sjúkrahúslegur

Samtals

Aldursskipt

Alvarleg tilfelli á sjúkrahúsi

Samtals

Aldursskipt

Leave a Comment